Roland í þjálfarateymi Framara

Roland Eradze t.h. ræðir við Geir Sveinsson. Roland er að …
Roland Eradze t.h. ræðir við Geir Sveinsson. Roland er að koma til starfa hjá Fram. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við Roland Eradze um að hann taki að sér að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram.  Hann verður þar Guðmundi Helga Pálssyni til aðstoðar ásamt því að þjálfa og stjórna U-liði karla.

Roland mun einnig sjá um þjálfun markmanna meistaraflokka karla og kvenna hjá félaginu.

Roland hefur áður komið að starfinu hjá Fram en hann var meðal annars aðstoðarþjálfari Halldórs Jóhanns Sigfússonar þegar hann var þjálfari meistaraflokks kvenna veturinn 2013 – 2014.

Roland hefur þjálfað hjá FH síðustu ár auk þess að vera í þjálfarateymi Geir Sveinssonar þegar Geir var landsliðsþjálfari karla 2016-2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert