Liðið er á betri stað en fyrir nokkrum árum

Arna Sif Pálsdóttir fer yfir sviðið á landsliðsæfingu í Fossvoginum …
Arna Sif Pálsdóttir fer yfir sviðið á landsliðsæfingu í Fossvoginum á fimmtudagskvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú styttist í að kvennalandsliðið í handknattleik muni glíma við Spán í umspili fyrir HM 2019. Liðin mætast ytra 31. maí og aftur í Laugardalshöll hinn 6. júní.

„Það er ekkert leyndarmál að þær eru rosalega öflugar en það er ótrúlega skemmtilegt að fá að spila á móti svo góðu liði. Þær eru mjög kvikar, harðar í vörninni og hreyfanlegar. Í sókninni sækja þær endalaust á vörnina og það verður því gaman að mæta þessu liði. Ég held að þessi áskorun muni kveikja svolítið í okkur og vonandi getum við verið í sama gæðaflokki en við þurfum að skora eitt mark í einu,“ sagði Arna Sif Pálsdóttir, einn leikreyndasti leikmaður íslenska liðsins, þegar Morgunblaðið ræddi við hana á landsliðsæfingu.

Leikstíll Spánverja hefur stundum verið ólíkur stíl Norðurlandaþjóðanna. Gera má ráð fyrir að krefjandi verði fyrir landsliðskonurnar að lenda í stöðunni maður á móti manni í leikjunum gegn þeim spænsku.

„Jú jú, vörnin er mjög agressíf hjá þeim og þær eru fljótar á fótunum. Við þurfum að vera mjög skynsamar þegar við erum með boltann en þær munu reyna að stela boltanum um leið og færi gefst. Við þurfum að halda okkur við þau atriði sem við erum góðar í en ekki spila eins og þær vilja. Erfitt verður að eiga við þær í stöðunni maður á móti manni en við erum í þessu til að spila við sterk lið með góða leikmenn. Ég hef engar áhyggjur af þessum leikjum í raun og veru og held að þetta verði skemmtilegt. Við þurfum að vera skynsamar en samt klikkaðar á sama tíma, ef hægt er að orða þetta þannig,“ sagði Arna og hló að mótsögninni.

Sjá viðtal við Örnu Sif í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert