Ísland fór illa með Tyrki í seinni hálfleik

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann þægilegan tíu marka sigur gegn Tyrkjum í undankeppni EM í handknattleik í Laugardalshöll í dag. Leiknum lauk með 32:22-sigri Íslands sem er komið á lokamóti EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð sem fer fram í janúar 2020.

Bæði lið voru lengi í gang en á 4. mínútu kom Elvar Örn Jónsson íslenska liðinu yfir með laglegu skoti fyrir utan teig. Mark Elvars kveikti vel í íslenska liðinu og liðið tók afgerandi forystu í leiknum og komst í 5:1 eftir tíu mínútna leik. Tyrkir unnu sig vel inn í leikinn og var munurinn á liðunum þrjú mörk eftir 20. mínútna leik, 8:5. Íslenska liðinu gekk illa að hrissta Tyrkina af sér og þá fór Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, illa með nokkur dauðafæri í röð. Tyrkir minnkuðu muninn í tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og hefði getað minnkað muninn í eitt mark en skot Viktor Gísli Hallgrímsson, markmaður íslenska liðsins, bjargaði liðinu í tvígang. Arnór Þór Gunnarsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og Ísland leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 12:9.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og var munurinn á liðunum orðinn sex mörk eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hélt áfram að auka forskot sitt, með Bjarka Má Elísson, fremstan í flokki og var staðan 22:15, Íslandi í vil eftir 45. mínútna leik. Tyrkjum tókst að minnka muninn í fimm mörk en þá tók Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, leikhé og Ísland náði aftur sjö marka forskoti, 27:20, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Bjarki Már skoraði hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum og Ísland leiddi með tíu mörkum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Bæði lið slökuðu aðeins á á síðustu mínútum leiksins og íslenska liðið fagnaði þægilegum sigri.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í marki íslenska liðsins og varði 19 skot og þá var Bjarki Már Elíasson magnaður en hann skoraði ellefu mörk í leiknum, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað síðari hálfleikinn. Ísland lýkur keppni í öðru sæti 3. riðils með 8 stig en Norður-Makedónía er í efsta sætinu með 9 stig.

Ísland 32:22 Tyrkland opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með nokkuð sannfærandi sigri íslenska liðsins, 32:22, en íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert