Bjarki Már í úrvalsliðinu (myndskeið)

Bjarki Már að skora eitt af 11 mörkum sínum gegn …
Bjarki Már að skora eitt af 11 mörkum sínum gegn Tyrkjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Evrópska handknattleikssambandið hefur valið úrvalslið 5. og 6. umferðar í undankeppni EM landsliða í handknattleik og þar eiga Íslendingar einn fulltrúa.

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er í úrvalsliðinu en hann fór á kostum í sigri Íslendinga gegn Tyrkjum í lokaumferðinni þar sem Íslendingar innsigluðu farseðilinn á Evrópumótið sem haldið verður í Svíþjóð, Noregi og Austurríki í janúar á næsta ári.

Bjarki Már gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk í leiknum og það aðeins á 30 mínútum en hann leysti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson af hólmi í síðari hálfleik. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hverjir skipa úrvalsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert