Helena Rut til Danmerkur

Helena Rut Örvarsdóttir.
Helena Rut Örvarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helena Rut Örvarsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir samning við danska B-deildarliðið SønderjyskE.

Samningur Helenu er til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hún er 25 ára gömul rétthent skytta sem lék með Stjörnunni en hefur undanfarin ár spilað erlendis, fyrst með liði Byåsen í Noregi og síðan Dijon í Frakklandi.

„Ég er mjög ánægður að það hafi tekist að fá hana til félagsins. Hún er með alþjóðlega reynslu og er á góðum aldri. Hún er líkamlega sterk og mun koma til með að styrkja varnarleik okkar. Þá hefur hún þetta íslenska hugarfar sem pasar vel inn í SønderjyskE,“ segir Olivera Kecman, íþróttastjóri SønderjyskE, á heimasíðu félagsins.

SönderjyskE hafnaði í öðru sæti í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð og tapaði í umspili fyrir Bjerringbro um sæti í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert