Lindgren tekur við Finnum

Ola Lindgren.
Ola Lindgren. Ljósmynd/Kristianstad

Svíinn Ola Lindgren hefur verið ráðinn þjálfari finnska karlalandsliðsins í handknattleik. Lindgren lét óvænt af störfum hjá Íslendingaliðinu Kristianstad í janúar en hann stýrði liðinu í sjö ár og á þeim tíma varð liðið sænskur meistari fjórum sinnum og komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Samningur Lindgren við finnska handknattleikssambandið er til tveggja ára með möguleika á framlengingu um tvö ár en Lindgren stýrði sænska landsliðinu ásamt Staffan Olsson frá 2008-2016 og undir þeirra stjórn unnu Svíar til silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í London 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert