Tveir sigrar í dag og Ísland vann riðilinn

Símon Michael Guðjónsson og Andri Már Rúnarsson fögnuðu tveimur sigrum …
Símon Michael Guðjónsson og Andri Már Rúnarsson fögnuðu tveimur sigrum í dag ásamt liðsfélögum sínum. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U17 ára landslið pilta í hand­knatt­leik vann riðil sinn á opna evrópska mótinu sem sem haldið er í Gauta­borg í Svíþjóð.

Íslensku strákarnir spiluðu tvo leiki á mótinu í dag og unnu þá báða. Þeir höfðu betur á móti Ítölum 22:19 og unnu öruggan sigur gegn Austurríkismönnum 23:14.

Ísland og Ítalía fengu 8 stig úr fimm leikjum en Ísland vann riðilinn á hagstæðari markatölu. 24 þjóðir taka þátt í mótinu og er Ísland komið áfram í milliriðil.

Mörk Íslands gegn Ítalíu: Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Arnór Viðarsson 4, Jóhannes Berg Andrason 3, Jakob Aronsson 2, Símon Michael Guðjónsson 1, Ísak Gústafsson 1, Arnór Ísak Haddason 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Andri Már Rúnarsson 1, Reynir Freyr Sveinsson 1, Tryggvi Þórisson 1.

Mörk Íslands gegn Austurríki: Tryggvi Þórisson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Arnór Viðarsson 3, Ísak Gústafsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Reynir Freyr Sveinsson 2, Jóhannes Berg Andrason 1, Jakob Aronsson 1, Símon Michael Guðjónsson 1, Arnór Ísak Haddason 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert