Önnur landsliðskona til Aftureldingar

Ana María Gugic.
Ana María Gugic. Ljósmynd/Afturelding

Kvennalið Aftureldingar í handknattleik, sem er nýliði í efstu deild á komandi tímabili, hefur samið við króatísku landsliðskonuna Ana María Gugic um að leika með liðinu næsta vetur.

Gugic er örvhent skytta sem spilaði síðast í Frakklandi og þar á undan í Noregi. Hún er önnur erlenda landsliðskonan sem Afturelding semur við á skömmum tíma, en Roberta Ivanauskaide frá Litháen skrifaði undir tveggja ára samning við félagið fyrr í sumar.

„Handknattleiksdeild Aftureldingar er gríðarlega ánægð með komu Önu og býður hana hjartanlega velkomna,“ segir í tilkynningu frá Aftureldingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert