Sigur og tap hjá strákunum í milliriðli

Jakob Aronsson, Tryggvi Þórisson og Brynjar Vignir Sigurjónsson eru í …
Jakob Aronsson, Tryggvi Þórisson og Brynjar Vignir Sigurjónsson eru í U17 ára landsliðinu. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U17 ára landsliðið lék tvo leiki í milliriðli á opna Evrópumótinu í handknattleik í Svíþjóð í dag.

Ísland vann fyrri leik sinn á móti Tékklandi 28:25 en tapaði fyrir Svíþjóð 22:19. Svíar eru efstir í milliriðlinum með 5 stig en Ísland, sem vann sinn riðil, er í öðru sæti með 4 stig.

Mörk Íslands gegn Tékklandi: Arnór Viðarsson 10, Andri Már Rúnarsson 7, Jóhannes Berg Andrason 4, Símon Michael Guðjónsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, Tryggvi Þórsson 1.

Mörk Íslands gegn Tékklandi: Ísak Gústafsson 5, Arnór Viðarsson 4, Arnór Ísak Haddason  3, Kristófer Máni Jónasson 2, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 1, Andri Már Rúnarsson 1, Tryggvi Þórsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert