Fimm íslensk handboltalið í Evrópukeppnum í haust

Íslandsmeistarar Selfyssinga spila í EHF-keppninni.
Íslandsmeistarar Selfyssinga spila í EHF-keppninni. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Fjögur karlalið og eitt kvennalið frá Íslandi verða að öllum líkindum meðal þátttakenda í Evrópukeppnunum í handbolta á næstu leiktíð.

Umsóknarfrestur um að taka þátt í keppnunum rann út síðasta þriðjudag en handknattleikssamband Evrópu mun svo tilkynna í næstu viku hvaða lið fá keppnisrétt og á hvaða stigum hverrar keppni þau munu hefja leik.

Eins og frægt er orðið var Íslandsmeisturum Selfoss í karlaflokki synjað um þátttöku í sterkustu keppninni, Meistaradeild Evrópu, vegna þess að liðið gat ekki leikið á heimavelli með nægilegum fjölda áhorfendasæta. Þess vegna munu Selfyssingar senda lið sitt til leiks í EHF-keppninni, næststerkustu keppninni, en þar eru kröfurnar ekki eins miklar. Í umsókn Selfoss fyrir Meistaradeildina var gert ráð fyrir því að spila á Ásvöllum en liðið vonast til þess að geta spilað heimaleiki sína í EHF-keppninni á Selfossi, rétt eins og á síðustu leiktíð. Fari svo að Selfoss komist í gegnum undankeppnina og áfram í riðlakeppnina, eins og litlu munaði í fyrra, þarf liðið þá hins vegar líklega að færa sig yfir á Ásvelli.

Haukar báðu um uppfærslu

Auk Íslandsmeistaranna munu að minnsta kosti bikarmeistarar FH spila í EHF-keppninni. FH-ingar slógu Dubrava frá Króatíu út í 1. umferð undankeppninnar í fyrra en féllu út gegn Benfica í 2. umferð.

Deildarmeistarar Hauka og Valsmenn sóttu um sæti í Áskorendakeppninni og hafa rétt á sæti þar en Haukar báðu um í sinni umsókn að verða færðir upp í EHF-keppnina sem þriðja íslenska liðið þar. Ísland fékk þrjú sæti í EHF-keppninni í fyrra og því mögulegt að sú verði einnig raunin nú.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert