Strákarnir tóku bronsið – gull til Færeyja

Íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik.
Íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik tryggði sér bronsverðlaun á opna Evrópumótinu sem lauk í Svíþjóð í dag. Færeyjar unnu gullverðlaun á mótinu.

Ísland vann sigur á Hvíta-Rússlandi í leiknum um þriðja sætið 30:29. Staðan í hálfleik var 16:16 en íslensku strákarnir unnu nauman sigur að lokum og fengu bronsið. Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur með sex mörk en næstur kom Jóhannes Berg Andrason með fimm.

Í úrslitaleiknum mættust Svíþjóð og Færeyjar. Færeyingar voru marki yfir í hálfleik 16:15 og unnu svo magnaðan sjö marka sigur 36:29. Elias Ellefsen a Skipagotu var markahæstur á vellinum með 10 mörk fyrir Færeyjar.

Að móti loknu var lið mótsins valið og Tryggvi Þórisson var valinn besti varnarmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert