Harpa til Danmerkur

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir, Selfossi. Marthe Sördal, Fram, til varnar.
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir, Selfossi. Marthe Sördal, Fram, til varnar. Eggert Jóhannesson

Handknattleikskonan Harpa Sólveig Brynjarsdóttir sem leikið hefur með liði Selfyssinga undanfarin ár er gengin í raðir danska B-deildarliðsins Vendsyssel.

Harpa er 22 ára gömul og skoraði 58 mörk í 21 leik með Selfyssingum í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Hún er unnusta landsliðsmannsins Ómars Inga Magnússonar sem leikur með Aalborg og varð danskur meistari með því á tímabilinu. Ómar gerði í síðasta mánuði fjögurra ára samning við þýska 1. deildarliðið Magdeburg og gengur í raðir þess á næsta ári.

Harpa mun samhliða handboltanum leggja stund á nám í Álaborg.

„Ég hlakka til að spila með Vendsyssel og vera hluti af frábærum hópi. Þetta verður spennandi tímabil með liði sem samanstendur af mörgum góðum leikmönnum. Ég hef trú á því að við munum spila góðan handbolta og vinna marga leiki,“ segir Harpa á vef Vendsyssel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert