Stefán búinn að semja við Fram

Stefán Arnarson, þjálfari Fram.
Stefán Arnarson, þjálfari Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.

Stefán tók við þjálfun Fram-liðsins af Halldóri Jóhanni Sigfússyni árið 2014 en Stefán þjálfaði kvennalið Vals í sex ár og undir hans stjórn varð Valur fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari.

Stefán hefur svo safnað fleiri titlum í þjálfaratíð sinni hjá Fram. Liðið varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2017 og varð bæði Íslands- og bikarmeistari í fyrra.

Á síðustu leiktíð tapaði Fram fyrir liði Vals í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og einnig í úrslitaleiknum í Coca Cola-bikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert