Haukur og Teitur ekki með á HM

Viktor Gísli Hallgrímsson er í U21 árs landsliðshópnum en Haukur …
Viktor Gísli Hallgrímsson er í U21 árs landsliðshópnum en Haukur Þrastarson gefur ekki kost á sér. Ljósmynd/Magnús Kári

Einar Andri Einarsson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í handknattleik, og Sigursteinn Arndal aðstoðarmaður hans hafa valið lokahópinn sem leikur fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni HM sem fram fer á Spáni dagana 16.-28. júlí.

Það er skarð fyrir skildi að A-landsliðsmennirnir Haukur Þrastarson úr Íslandsmeistaraliði Selfyssinga og Teitur Örn Einarsson, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, gefa ekki kost á sér í verkefnið sem og þeir Sveinn Andri Sveinsson og Arnar Freyr Guðmundsson.

Ísland leikur í D-riðli ásamt Síle, Argentínu, Noregi, Danmörku og Þýskalandi.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Andri Sigmarsson Scheving, Haukum
Ásgeir Snær Vignisson, Val
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, FH
Daníel Örn Griffin, KA
Darri Aronsson, Haukum
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV
Gabríel Martinez Róbertsson, ÍBV
Hafþór Már Vignisson, Akureyri
Hannes Grimm, Gróttu
Jakob Martin Ásgeirsson, FH
Kristófer Andri Daðason, HK
Orri Freyr Þorkelsson, Haukum
Sigþór Gunnar Jónsson, KA
Sveinn José Rivera, Val
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG
Örn Vésteinsson Östenberg, Amo Handboll

Sveinn Jóhannsson og Birgir Már Birgissson eiga við meiðsli að stríða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert