Níu marka íslenskur sigur í fyrsta leik

Íslenska U19 ára landsliðið sem mætti Grikkjum í dag.
Íslenska U19 ára landsliðið sem mætti Grikkjum í dag. Ljósmynd/EHF

Íslenska U19 ára landslið kvenna í handknattleik spilaði sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Búlgaríu gegn Grikklandi í dag og vann öruggan níu marka sigur, 22:13.

Staðan í hálfleik var 13:7 fyrir Ísland, en Tinna Sól Björgvinsdóttir var valin maður leiksins. Hún var markahæsti leikmaður Íslands með sex mörk og þá varði Sara Sif Helgadóttir 13 skot í markinu.

Næsti leikur Íslands er gegn Búlgaríu á mánudaginn, en auk þess eru Serbía og Bretland með í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert