Stefnan er alltaf sett á að fara alla leið

Elliði Snær Viðarsson er bjartsýnn á gott gengi íslenska liðsins …
Elliði Snær Viðarsson er bjartsýnn á gott gengi íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu þó sterkir leikmenn verði ekki með. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U21 árs landslið karla í handknattleik heldur á morgun út til keppni á heimsmeistaramótinu sem haldið er á Spáni.

Liðið stoppar stutt í Hollandi áður en það heldur áfram til Spánar, en liðið á að vera komið á áfangastað um klukkan 22 á mánudag. Aðeins 12 tímum síðar er svo komið að fyrsta leik í riðlinum, gegn Síle, að því er fram kemur á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

„Markmiðið er í það minnsta að ná besta árangrinum í nokkur ár. Það hefur ekkert U21 árs lið Íslands komist í átta liða úrslit, svo það er fyrsta markmið þó að stefnan sé alltaf sett á að fara alla leið,“ segir Elliði Snær Viðarsson, fyrirliði íslenska liðsins, í samtali við Morgunblaðið á æfingu landsliðsins þar sem það undirbjó sig fyrir mótið.

Ísland er í ógnarsterkum riðli, en auk Síle eru þar Argentína og Evrópuliðin Danmörk, Noregur og Þýskaland. Ísland leikur fimm leiki á sjö dögum og verða einu frídagarnir í riðlinum á fimmtudag og á sunnudag eftir viku. Lokaleikurinn í riðlinum verður gegn Þýskalandi mánudaginn 20. júlí, en efstu fjögur liðin í riðlinum komast áfram í 16 liða úrslit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert