Berta Rut í sérflokki í tapleik

Íslenska U19 ára landsliðið sem er í Búlgaríu.
Íslenska U19 ára landsliðið sem er í Búlgaríu. Ljósmynd/EHF

Íslenska U19 ára landslið kvenna í handknattleik þurfti að sætta sig við tap fyrir Búlgaríu, 24:16, í öðrum leik sínum í B-deild Evrópumótsins sem fram fer þar í landi.

Þetta var annar leikur Íslands á mótinu, en liðið vann öruggan sigur á Grikklandi í fyrsta leik 22:14. Heimakonur frá Búlgaríu voru hins vegar töluvert sterkari í dag, voru yfir 15:8 í hálfleik og unnu að lokum átta marka sigur 24:16.

Berta Rut Harðardóttir, leikmaður Hauka, var valin besti leikmaður Íslands í leiknum en hún skoraði átta mörk eða helming af mörkum Íslands í leiknum.

Ísland mætir Serbíu næst á miðvikudag og Bretlandi svo á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert