FH til Belgíu og Haukar til Tékklands

FH og Haukar voru í pottinum þegar dregið var til …
FH og Haukar voru í pottinum þegar dregið var til 1. umferðar í EHF-keppninni í morgun. mbl.is/Hari

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar voru í pottinum þegar dregið var til 1. umferðar í EHF-keppni karla í handknattleik í morgun.

FH mætir belgíska liðinu Visé BM en Haukar leika við tékkneska liðið Talent Plzen. Fyrri leikir liðanna verða um mánaðamótin ágúst og september og síðari leikirnir viku síðar.

Takist FH að slá belgíska liðið út mætir það norska liðinu Arendal í 2. umferðinni og Haukar mæta ísraelska liðinu Hapoel Ashdod komist það áfram úr 1. umferðinni.

Íslandsmeistarar Selfyssinga hefja keppni í 2. umferðinni og þeir mæta annaðhvort sænska liðinu Malmö eða rússneska liðinu Spartak Moskva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert