Sjö marka sigur gegn Síle á HM

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í markinu og skoraði …
Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í markinu og skoraði tvö mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U21 árs landsliða karla í handknattleik vann öruggan sigur á Síle 26:19 í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Pontevedre á Spáni í morgun.

Íslendingar voru seinir í gang en þeir lentu mest þremur mörkum undir í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var jöfn 10:10. Í síðari hálfleik tók íslenska liðið öll völd á vellinum og fagnaði að lokum sjö marka sigri. Vörn Íslands var sérlega öflug í seinni hálfleik og Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu auk þess sem hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur í íslenska liðinu með 5 mörk, Orri Freyr Þorkelsson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoruðu 4 mörk hvor og Gabriel Martinez 3.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Argentínu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert