Valur mætir Evu Björk í EHF-keppninni

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaðurinn sterki í liði Vals.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaðurinn sterki í liði Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta sænska liðinu Skuru í 1. umferð EHF-keppni kvenna í handknattleik en dráttur stendur nú yfir á Evrópumótunum í handbolta.

Landsliðskonan Eva Björk Davíðsdóttir gekk á dögunum til liðs við Skuru en liðið varð deildarmeist­ari á síðustu leiktíð og komst í úr­slita­ein­vígið um sænska meist­ara­titil­inn þar sem liðið tapaði fyr­ir Sävehof 3:0.

Sigurliðið úr rimmu Vals og Skuru mætir rússneska liðinu Zvezda Zvenigorod í 2. umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert