Leikmaður Vals úrskurðaður í leikbann

Þorgils Jón Svölu Baldursson, Val.
Þorgils Jón Svölu Baldursson, Val. mbl.is/Árni Sæberg

Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmann Vals í Olís-deild karla í handknattleik, í eins leiks bann.

Þorgils hlaut útilokun með með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Vals í 2. umferð Olís-deildarinnar í Kaplakrika á sunnudagskvöldið og mátu dómarar að brotið hefði fallið undir reglu 8:6 a).

Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar HSÍ að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Þorgils tekur út leikbannið þegar Valur tekur á móti Íslandsmeisturum Selfoss á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert