Góður sigur HK á Haukum

Sigríður Hauksdóttir skoraði sex mörk fyrir HK.
Sigríður Hauksdóttir skoraði sex mörk fyrir HK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK vann nokkuð óvæntan 27:22-heimasigur á Haukum í 2. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í dag. HK er með tvö stig eftir tvo leiki en Haukar eru án stiga. 

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var nánast jafnt á öllum tölum og staðan í leikhléi 12:12. Áfram var jafnræði framan af seinni hálfleik en í stöðunni 16:15 tók HK við sér og skoraði þrjú mörk í röð. 

HK hélt áfram að bæta í forskotið út leikinn og vann að lokum öruggan sigur. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sjö mörk fyrir HK og Sigríður Hauksdóttir gerði sex. Sara Sif Helgadóttir varði 14 skot í markinu. 

Hjá Haukum var Berta Rut Harðardóttir langmarkahæst með níu mörk og Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði fjögur. Saga Sif Gísladóttir varði ellefu skot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert