Meistararnir ætla í úrslitakeppnina

Hin nítján ára gamla Lovísa Thompson (t.v.) var markahæsti leikmaður …
Hin nítján ára gamla Lovísa Thompson (t.v.) var markahæsti leikmaður Valskvenna í fyrra og verður ekki síður í stóru hlutverki í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals í handknattleik, segir að stemningin á Hlíðarenda fyrir vetrinum sé mjög góð. Valskonur voru óstöðvandi á síðustu leiktíð og unnu þrefalt en margir lykilmenn frá síðasta tímabili eru horfnir á braut. Valskonum er spáð efsta sæti deildarinnar í spá fyrirliða og þjálfara deildarinnar.

„Það er góð stemning á Hlíðarenda og tímabilið leggst vel í okkur. Við erum vissulega með mjög breytt lið frá síðustu leiktíð og við erum enn að spila okkur saman. Við erum enn að læra hver inn á aðra en þetta er allt að koma. Ef allt gengur upp hjá okkur og við náum að stilla strengina rétt er úrslitakeppnin mjög raunhæft markmið fyrir okkur. Að sama skapi eru gríðarlega sterk lið í þessari deild og það þarf allt að ganga upp, eins og alltaf, ef við ætlum að ná alvöru árangri í vetur.“

Nýtt lið á Hlíðarenda

Leikmannahópur liðsins er mikið breyttur, en margir reynsluboltar frá síðustu leiktíð hafa ekki enn gefið það út hvort þær séu hættar handboltaiðkun.

„Þetta small mjög vel saman hjá okkur í fyrra og blandan í liðinu var mjög góð. Þetta er í raun bara annað lið sem við erum að tefla fram í ár. Arna Sif kemur inn með gríðarlega reynslu og Díana, Lovísa og Sandra eru allar árinu eldri núna, sem er jákvætt. Það eru hins vegar ekki jafn margir reynsluboltar í liðinu nú og í fyrra en engar þeirra hafa hins vegar gefið það út að þær séu hættar. Ég held því í vonina um að þær snúi aftur þegar líða fer á haustið.“

<b>Sjá greinina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag þar sem lið Vals er kynnt.</b>
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert