Færeyska ævintýrinu lokið

Einar Jónsson.
Einar Jónsson. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Frækinni framgöngu færeyska handboltaliðsins H71, undir stjórn Einars Jónssonar, í Áskorendabikar Evrópu í karlaflokki lauk í gærkvöld.

H71 frá Hoyvík vann óvæntan sigur á Maribor Branik frá Slóveníu, 25:24, í fyrri viðureign liðanna í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn á föstudagskvöldið. H71 náði um tíma sjö marka forystu í leiknum. Báðir leikirnir fóru fram í Færeyjum en í þeim seinni í gærkvöld tóku Slóvenarnir af skarið, voru yfir í hálfleik, 17:10, og sigldu öruggum sigri í höfn, 31:24.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert