„Ég trúi þessu varla“

Leikmenn Porto fagna í Sparkassen-Arena í gær en leikmenn Kiel …
Leikmenn Porto fagna í Sparkassen-Arena í gær en leikmenn Kiel eru þrumu lostnir. Ljósmynd/Kiel

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöld þegar portúgalska liðið Porto hafði betur gegn þýska liðinu Kiel 28:27 en spilað var í Sparkassen-Arena í Kiel.

Kiel tapaði þar með sínum fyrsta leik í riðlinum en liðið er á toppnum með 11 stig eftir sjö leiki en Porto er í sjötta sætinu með 8 stig og er í hörkubaráttu um að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Montpellier er í öðru sætinu með 9 stig, Vardar er með 9 stig í þriðja sæti og  Veszprém og Kielce eru með 8 stig eins og Porto.

Svíinn Magnus Andersson er þjálfari Porto og hann var að vonum í sjöunda himni eftir óvæntan sigur sinna manna.

„Ég trúi því varla að við höfum tekið tvö stig á útivelli gegn Kiel. Lið mitt barðist hetjulega og við spiluðum frábærlega og þá einkum í vörninni,“ sagði Andersson eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert