HK-ingar hlógu að spámönnum

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir HK.
Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir HK. mbl.is/Hari

HK gerði sér lítið fyrir og vann magnaðan 31:24-útisigur á Íslandsmeisturum Vals í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. HK var með 17:14-forystu í hálfleik, en Valskonur komust yfir í seinni hálfleik.

Bjuggust þá flestir við að meistararnir myndu sigla heim góðum sigri, en HK-ingar voru á öðru máli og tryggðu sér glæsilegan sigur með ótrúlega góðum lokakafla.

Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir skoraði 10 mörk fyr­ir HK, Val­gerður Ýr Þor­steins­dótt­ir skoraði 7 og Jó­hanna Mar­grét Sig­urðardótt­ir var með 6 mörk.

Lovísa Thomp­son skoraði 7 mörk fyr­ir Val og þær Dí­ana Dögg Magnús­dótt­ir og Ásdís Þóra Ágústs­dótt­ir skoruðu 4 mörk hvor.

Er um fyrsta tap Vals í deildinni á leiktíðinni að ræða og er liðið búið að missa efsta sæti deildarinnar til Framara. HK hefur komið mikið á óvart og er liðið komið upp að hlið KA/Þórs í fjórða sæti. HK getur alveg barist um sæti í úrslitakeppninni. Umræðan síðustu vikur hefur verið á þá leið að Valur og Fram séu ósnertanleg í kvennahandboltanum hér á landi. HK er á öðru máli.

Sjá allt um Olís-deild kvenna á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert