Verður Selfoss fyrsta liðið til að vinna Hauka?

Haukur Þrastarson sækir að vörn Hauka en til varnar eru …
Haukur Þrastarson sækir að vörn Hauka en til varnar eru Heimir Óli Heimisson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lokaleikurinn í 12. umferð Olís-deildar karla í handknattleik fer fram í Schenker-höllinni á Ásvöllum í kvöld þegar topplið Hauka tekur á móti Íslandsmeisturum Selfyssinga.

Haukarnir eru eina liðið sem ekki hefur tapað leik í deildinni á tímabilinu. Haukar eru í toppsætinu með 14 stig eins og Afturelding en Selfoss er í fjórða sætinu með 11 stig og með sigri kemst liðið upp fyrir ÍR sem er með 12 stig í þriðja sæti.

Haukar og Selfoss áttust við í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem Selfyssingar höfðu betur 3:1 og fögnuðu þar með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.

Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert