Bjarki Már í úrvalsliðinu og er orðinn markahæstur

Bjarki Már Elísson er markahæstur í þýsku Bundesligunni.
Bjarki Már Elísson er markahæstur í þýsku Bundesligunni. Ljósmynd/Lemgo

Bjarki Már Elísson er að sjálfsögðu í liði 12. umferðar í þýsku Bundesligunni í handknattleik en hornamaðurinn fór á kostum í sigri Lemgo gegn Ludwigs­hafen um nýliðna helgi.

Bjarki Már skoraði 13 mörk úr 15 skotum og tyllti sér á toppinn yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Bjarki hefur skorað 97 mörk í 12 leikjum Lemgo í deildinni sem þýðir að hann hefur skorað 8 mörk að meðaltali í leik. Þýski landsliðsmaðurinn Uwe Gensheimer í liði Rhein-Neckar Löwen er annar á markalistanum með 93 mörk og Daninn Hans Óttar Lindberg, fyrrverandi félagi Bjarka Más hjá Füchse Berlín, er þriðji með 89 mörk en hann er einnig í liði umferðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert