Tjörvi var of klókur fyrir Selfyssinga

Tjörvi Þorgeirsson sækir að vörn Selfyssinga í gærkvöld.
Tjörvi Þorgeirsson sækir að vörn Selfyssinga í gærkvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar eru besta karlalið landsins í handboltanum um þessar mundir. Liðið er á toppi Olís-deildarinnar án taps eftir níu leiki og skoraði í gær 36 mörk gegn Íslandsmeisturunum frá Selfossi. Haukar sigruðu 36:29 og sigurinn var sannfærandi.

Þjálfarinn Gunnar Magnússon benti á að ekki skilaði það bikurum að vera bestir á þessum tímapunkti, þegar Morgunblaðið bar þetta undir hann á Ásvöllum.

„Jú jú, en það er bara svo mikið eftir. Við fáum engin verðlaun í dag og við förum ekki fram úr okkur. En ég er ánægður með að við höfum safnað fullt af stigum og þau verða ekki tekin af okkur,“ sagði Gunnar.

Selfyssingar voru ekki á tánum í vörninni í gær og það nýttu Haukar sér til hins ýtrasta. Tjörvi Þorgeirsson átti frábæran leik og skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og 11 mörk alls. Allt úr opnum leik. Haukar skoruðu 19 mörk í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 19:16.

Þótt Tjörvi hafi staðið upp úr þá var engu að síður flottur liðsbragur á sókninni hjá Haukum. Þeir breyttu líka oft til og því voru Selfyssingar ekki að mæta sömu uppstillingu allan leikinn þótt vel gengi hjá Haukum. Atli getur spilað alls staðar fyrir utan, Ólafur og Ásgeir hægra megin, Tjörvi á miðjunni og Adama vinstra megin. Ýmsar útgáfur sáust þegar þessir menn voru inni á. Svo skipti Gunnar yfir í 4-2 sóknarleik og er þá með fyrirferðarmikla menn á línunni, Vigni og Heimi Óla. Til að 4-2 gangi vel þarf að hafa klóka leikmenn fyrir utan og ákvarðanataka Tjörva hentar afar vel við slíkar aðstæður.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert