Óvænt skipti hjá dönskum landsliðsmanni

Mads Mensah er á leiðinni í Flensburg.
Mads Mensah er á leiðinni í Flensburg. AFP

Danski handboltamaðurinn Mads Mensah mun óvænt skipta yfir úr Rhein Neckar Löwen til Flensburg eftir leiktíðina. Mensah varð heimsmeistari með Danmörku í janúar á þessu ári og Ólympíumeistari undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í Ríó árið 2016. 

Mensah hefur leikið með Löwen síðan 2014 og tvisvar orðið þýskur meistari og einu sinni bikarmeistari. Leikmaðurinn verður samningslaus eftir leiktíðina og hefur hann þegar gert samkomulag við Flensburg. 

Mensah lék með Aalborg, AG Kaupmannahöfn og Nordsjælland í heimalandinu, áður en hann gekk í raðir Löwen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert