Fúlt að vinna ekki leikinn

Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, sendir boltann á línumann í …
Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, sendir boltann á línumann í leiknum í Krikanum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Að sjálfsögðu er fúlt að vinna ekki leikinn. En við urðum fyrir áföllum sem settu strik í reikninginn. Óli Bjarki og Brynjar Darri meiddust í leiknum. Það munar um hvern mann,“ sagði Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli liðsins við FH í Kaplakrika í kvöld, 26:26, í lokaleika 10. umferðar Olís-deildar karla í handknattleik.

Þetta var þriðja jafntefli Stjörnunnar í undanförum fjórum leikjum. „Það mætti halda að við værum að leika upp á jafntefli,“ sagði Tandri Már en Stjörnuliðið var marki yfir þegar skammt var til leiksloka en tókst ekki að halda út í síðustu vörninni eftir vel skipulagðan sókn FH-liðsins. 

 „Ég er stoltur af liðinu að hafa náði í annað stigið hér í Kaplakrika. Fyrirfram hefðum við sennilega þegið annað stigið. Það er stígandi í okkar leik sem fer vonandi að skila okkur sigrum,“ sagði Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar en liðið er eftir sem áður í 10. sæti deildarinnar með sex stig að loknum 10 leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert