24 marka sigur Barcelona í hádegisleiknum

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/@FCBhandbol

Aron Pálmarsson og samherjar hans í spænska meistaraliðinu Barcelona tóku Sinfín í kennslustund þegar liðin áttust við í spænsku 1. deildinni í handknattleik á óvenjulegum tíma en leikurinn hófst að staðartíma klukkan 12.

Barcelona landaði 24 marka sigri en lokatölur í Blaugrana-höllinni í Barcelona voru 45:21 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 22:6.

Aitor Arino og Mamadou Lamine voru markahæstir Börsunga með 7 mörk hvor en nokkrir af lykilmönnum Barcelona komu lítið sem ekkert við sögu í leiknum og Aron var einn þeirra sem fékk að hvíla lúin bein.

Barcelona er með fullt hús stiga eftir 11 umferðir í deildinni og stefnir hraðbyri í áttina að 27. meistaratitli sínum og þeim níunda í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert