Leikmaður fundinn í stað Janusar

Janus Daði Smárason á landsliðsæfingu.
Janus Daði Smárason á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnór Atlason og aðrir í þjálfarateymi danska meistaraliðsins Álaborgar í handknattleik hafa fundið leikmann til að leysa Janus Daða Smárason af hólmi á næsta tímabili.

Álaborg hefur samið við hinn 22 ára gamla Felix Claas en hann ler sænskur og leikur með Alingsås sem er í efsta sæti í Svíþjóð. 

Claas hefur verið traustur í upphafi þessa tímabils. Hefur hann skorað 47 mörk og gefið 47 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum. 

Ekki er útlit fyrir að Íslendingur muni leika með Álaborg á næsta keppnistímabili eins og sakir standa. Janus Daði mun fara til Göppingen í sumar eins og fram hefur komið og Ómar Ingi Magnússon til Magdeburg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert