Sigur í fyrsta leik í milliriðli

Norsku konurnar fagna sigrinum á Dönum í dag.
Norsku konurnar fagna sigrinum á Dönum í dag. AFP

Þórir Hergeirsson og lærikonur hans í norska landsliðinu í handknattleik unnu þriggja marka sigur gegn Danmörku í fyrsta leik sínum í milliriðli eitt á HM kvenna sem fram fer í Japan. Leiknum lauk með 22:19-sigri norska liðsins en Norðmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12:9, eftir að hafa skorað sex síðustu mörkin í fyrri hálfleik.

Danir náðu aldri að jafna í seinni hálfleik en staða var þó 20:19 þegar þrjár mínútur voru eftir. Silja Solberg, markvörður Norðmanna, var valin maður leiksins en hún varði sérstaklega mikilvæg skot á lokakafla leiksins.

Emilie Hegh Arntzen skoraði 5 mörk fyrir Noreg, Stine Bredal Oftedal og Camilla Herrem 4 mörk hvor. Hjá Dönum voru Lotte Grigel og Mie Hojlund markahæstar með 4 mörk hvor.

Þá vann Þýskaland 25:23-sigur gegn Hollandi í milliriðli eitt og Serbía lagði Suður-Kóreu að velli, 36:33 í sama riðli. Rússland er hins vegar með fullt hús stiga í milliriðli tvö eftir 27:18-sigur gegn Rúmeníu. Spánverjar eru í öðru sætinu eftir 28:28-jafntefli gegn Svíþjóð og Svartfjallaland er í þriðja sæti milliriðils tvö eftir 30:26-sigur gegn Japan.

Milliriðill eitt:

Þýskaland 5
Holland 4
Noregur 4
Suður-Kórea 2
Serbía 2
Danmörk 1

Milliriðill tvö:

Rússland 6
Spánn 5
Svartfjallaland 4
Svíþjóð 3
Japan 0
Rúmenía 0

Þórir Hergeirsson og lærikonur hans í norska landsliðinu eru í …
Þórir Hergeirsson og lærikonur hans í norska landsliðinu eru í þriðja sæti milliriðils eitt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert