Síðasti heimaleikur Vals á árinu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Róbert Aron Hostert í leik FH …
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Róbert Aron Hostert í leik FH og Vals í haust. mbl.is/Árni Sæberg

Þrettándu umferðinni í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, lýkur í kvöld þegar Valsmenn taka á móti FH-ingum á Hlíðarenda. 

Talsvert er í húfi því sigurliðið í kvöld kemst upp fyrir Selfyssinga og í þriðja sæti deildarinnar. FH-ingar eru með 16 stig í fjórða sætinu en Valsmenn eru með 15 stig í sjötta sætinu.

Þegar liðin mættust í annarri umferð deildarinnar í haust hafði FH betur í Kaplakrika, 26:23, þar sem Ásbjörn Friðriksson skoraði 8 mörk fyrir FH og Anton Rúnarsson 7 mörk fyrir Val.

Eftir leik kvöldsins verður ein umferð eftir fyrir landsleikjafríið en hún er spiluð um næstu helgi. Þá eiga Valsmenn útileik gegn Selfyssingum og FH-ingar fá Eyjamenn í heimsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert