Hvað gerðu Íslendingarnir rétt fyrir EM?

Aron Pálmarsson fer í bikarúrslit.
Aron Pálmarsson fer í bikarúrslit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskir atvinnumenn í handbolta eru að leika sína síðustu leiki með félagsliðum sínum fyrir lokamót Evrópukeppninnar í janúar.

Aron Pálmarsson er kominn í bikarúrslit á Spáni og þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson stóðu sig vel með GOG í Danmörku í dag. 

Hér að neðan má sjá hvað íslenskir handboltamenn gerðu með liðum sínum í dag. 

Spánn

Undanúrslit í bikar
Barcelona - Ademar León 39:30

Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona sem hefur orðið bikarmeistari á hverju ári síðan 2014. 

DANMÖRK

GOG - Mors-Thy 26:25
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 4 mörk fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson 1. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 13 skot í marki liðsins. GOG er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 16 leiki. 

Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

NOREGUR

Runar - Elverum 30:41
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Elverum, sem er í toppsætinu með 20 stig eftir 12 leiki. 

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk. AFP

Halden - Drammen 22:23
Óskar Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Drammen, sem er í 3. sæti deildarinnar með 18 stig. 

ÞÝSKALAND

B-deild:
Krefeld - Konstanz 18:28
Arnar Gunnarsson þjálfar lið Krefeld, sem er í botnsæti deildarinnar með 2 stig eftir 16 leiki. 

Ferndorf - Lübeck-Schwartau 23:19
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði ekki fyrir Lübeck-Schwartau. Liðið er í 12. sæti með 13 stig eftir 16 leiki. 

N-Lübbecke - Hamburg 24:22
Aron Rafn Eðvarðsson varði 5 skot í marki Hamburg, sem er í 8. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 16 leiki. 

Aron Rafn Eðvarðsson
Aron Rafn Eðvarðsson mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert