Ekki tapað síðan í nítján marka leiknum hjá Strand

Heimir Örn Árnason skorar fyrir Ísland í síðasta tapleiknum gegn …
Heimir Örn Árnason skorar fyrir Ísland í síðasta tapleiknum gegn Noregi, á EM 2006 þegar Kjetil Strand skoraði nítján mörk. mbl.ils/Brynjar Gauti

Íslendingum hefur gengið glettilega vel að glíma við Norðmenn á stórmótum karla í handknattleik. Ísland hefur unnið síðustu fimm leiki gegn Noregi og fara þarf aftur í frægan leik árið 2006 til að finna norskan sigur.

Þeir hafa svo sem oft talið að þeir myndu vinna Ísland. Áttu marga snjalla leikmenn á HM 1997 en Ísland hafði betur í 16-liða úrslitum. Norðmenn áttu einnig leikmenn hjá stórum félagsliðum þegar silfurdrengirnir okkar voru að glíma við þá á EM 2010 og HM 2011. Íslendingum tókst að hafa betur.

Tapleikurinn gegn Noregi 2006 var sérkennilegur en eins og frægt varð skoraði Kjetil Strand 19 mörk í leiknum og setti norskt met. Átta komu af vítalínunni en ellefu úr opnum leik.

Bakvörðinn í heild er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert