Atkvæðamikil í dýrmætum sigri

Andrea Jacobsen er að gera góða hluti í Svíþjóð.
Andrea Jacobsen er að gera góða hluti í Svíþjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristianstad vann sterkan 28:23-útisigur á Hallby í sænsku B-deildinni í handbolta í dag. Landsliðskonan Andrea Jacobsen átti góðan leik fyrir Kristianstad og skoraði sex mörk. 

Andrea hefur leikið vel á leiktíðinni og er liðið í toppsætinu með 24 stig, líkt og Eslov. Hallby er í fjórða sæti og hefði farið upp að hlið Kristianstad með sigri. 

Kristianstad féll úr efstu deild á síðasta tímabili en á góða möguleika á að endurheimta sæti sitt, en sjö umferðum er ólokið. Efsta sætið fer beint upp um deild og 2.-4. sæti leika í umspili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert