Leika um bronsið eftir tap í framlengingu

Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan. AFP

Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði í undanúrslitum Asíumótsins í handknattleik karla, 34:32, eftir framlengdan leik gegn Suður-Kóreu í Kúveit í dag.

Japanir tryggðu sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Egyptalandi 2021 með því að komast í undanúrslitin en þeir þurfa nú að spila um bronsið á Asíumótinu eftir tapið í dag. Japan var 19:16 yfir í hálfleik en lokatölur eftir venjulegan leiktíma voru 29:29. Það þurfti því að grípa til framlengingar þar sem Suður-Kórea skoraði fimm mörk gegn þremur.

Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, mætir Katar í síðari undanúrslitaleiknum í dag og kemur þá í ljós hverjir andstæðingar Dags verða í leiknum um bronsið. Dagur hafði betur gegn Aroni, 25:23, þegar Japan og Barein mættust í milliriðli á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert