Þjálfarar Vals fá þriggja ára samninga

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfar karlalið Vals.
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfar karlalið Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga Snorra Steins Guðjónssonar og Ágústs Jóhannssonar til þriggja ára, en þeir þjálfa meistaraflokka félagsins. 

Komu þeir báðir til Vals árið 2017. Snorri Steinn tók við karlaliðinu og stýrði því með Guðlaugi Arnarssyni fyrstu tvö árin. Guðlaugur hvarf á braut eftir síðustu leiktíð og er Snorri því einn með liðið á þessari leiktíð. 

Ágúst tók við kvennaliði félagsins og varð deildarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðið. Á síðasta tímabili varð Valur svo Íslands-, bikar- og deildarmeistari. 

Þjálfararnir eru klárlega í hópi hæfustu þjálfara landsins og þó víðar væri leitað,“ segir Gísli H. Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, í fréttatilkynningu frá félaginu.

Ágúst Jóhannsson þjálfar kvennaliðið.
Ágúst Jóhannsson þjálfar kvennaliðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert