Jóhann Birgir snýr aftur í Hafnarfjörðinn

Jóhann Birgir Ingvarsson í leik með FH á síðustu leiktíð.
Jóhann Birgir Ingvarsson í leik með FH á síðustu leiktíð. mbl.is//Hari

Handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson er kominn aftur til FH eftir að hafa eytt fyrri hluta tímabilsins á láni hjá HK í Kópavogi en þetta staðfesti Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi.is í dag.

Jóhann Birgir hefur leikið með HK frá því í byrjun nóvember en alls lék hann sex leiki í úrvalsdeildinni, Olísdeildinni, þar sem hann skoraði 38 mörk eða 6 mörk að meðaltali í leik.

Jóhann Birgir er því löglegur með FH í kvöld þegar liðið heimsækir Aftureldingu í deildinni en FH er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig, átta stigum minna en topplið Hauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert