Á förum frá Kolding

Ólafur Gústafsson mun yfirgefa Kolding þegar samningur hans rennur út …
Ólafur Gústafsson mun yfirgefa Kolding þegar samningur hans rennur út í sumar. mbl.is/Hari

Handknattleikskappinn Ólafur Gústafsson er á förum frá Kolding í sumar en það er Handbollskanalen sem greinir frá þessu. Ólafur er þrítugur en hann hefur leikið með Kolding frá árinu 2017 og meðal annars verið fyrirliði liðsins.

Þá er Svíinn Mattias Thynell einnig á förum en Handbollskanalen býst við miklum breytingum á leikmannahóp liðsins á næstu dögum. Þá greinir JV.dk frá því að framtíð Árna Braga Eyjólfssonar sé einnig í óvissu hjá félaginu.

Árni Bragi er samningsbundinn Kolding til sumarsins 2021 en gæti þrátt fyrir það verið á förum eftir eitt tímabil í Danmörku. Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson mun ganga til liðs við Kolding næsta sumar en liðið er í þriðja neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 10 stig eftir tuttugu umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert