Selfyssingurinn sjóðheitur í sigri

Teitur Örn Einarsson var sterkur.
Teitur Örn Einarsson var sterkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristianstad vann afar öruggan 30:16-sigur á Guif í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Tíu íslensk mörk litu dagsins ljós og var Teitur Örn Einarsson í miklu stuði. 

Teitur, sem hefur spilað mjög vel að undanförnu, skoraði níu mörk. Ólafur Andrés Guðmundsson bætti við einu marki. Kristianstad hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er liðið í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig eftir 27 leiki. 

Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot fyrir meistara Sävehof í 25:28-heimatapi fyrir Ystads IF. Markvörðurinn hefur þegar samið við Kolding í Danmörku og mun færa sig um set eftir tímabilið. Liðið er í sjötta sæti með 32 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert