Danir og Norðmenn fá heimsmeistaramót í handbolta

Norðmenn verða á heimavelli á heimsmeistaramóti karla í handbolta árið …
Norðmenn verða á heimavelli á heimsmeistaramóti karla í handbolta árið 2025. AFP

Danmörk, Noregur og Króatía munu í sameiningu halda heimsmeistaramót karla í handknattleik árið 2025 en þetta var tilkynnt á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóðahandknattleikssambandsins í Kaíró í dag.

Næsta heimsmeistaramót karla verður haldið í Egyptalandi í janúar 2021 og tveimur árum síðar, 2023, fer mótið fram í Póllandi og Svíþjóð.

Þá var Þýskalandi úthlutað heimsmeistaramóti karla árið 2027, ásamt því að Þýskaland og Holland munu í sameiningu halda heimsmeistaramót kvenna árið 2025.

Ungverjalandi var síðan úthlutað heimsmeistaramóti kvenna árið 2027 þar sem keppnisréttur á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028 verður í húfi.

Samtals var ellefu Evrópuþjóðum úthlutað heimsmeistaramótum til næstu sjö ára í hinum ýmsu aldursflokkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert