Verðandi Íslendingalið úrskurðað meistari

Talant Dujshebaev þjálfar lið Kielce og hefur nú skilað sex …
Talant Dujshebaev þjálfar lið Kielce og hefur nú skilað sex meistaratitlum í röð frá því hann kom til félagsins 2014. AFP

Pólska handknattleikssambandið tók þá ákvörðun í dag að keppnistímabilinu þar í landi væri lokið og krýndi efstu liðin í úrvalsdeildum karla og kvenna sem pólska meistara árið 2020.

Kielce er meistari í karlaflokki níunda árið í röð en liðið var með þriggja stiga forskot á keppinautana í Wisla Plock þegar liðið átti eftir að spila einn leik og Wisla Plock tvo leiki. Þess bera að geta að Pólverjar gefa þrjú stig fyrir sigur í handboltanum.

Lublin er meistari í kvennaflokki þriðja árið í röð en liðið var með fjórum stigum meira en Zaglebie þegar einni umferð var ólokið.

Úrslitakeppni var síðan eftir í báðum deildunum.

Tveir íslenskir leikmenn eru á leið til Kielce í sumar, þeir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert