Bjarni verður ekki áfram með ÍR

Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR.
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. Kristinn Magnússon

Bjarni Fritzson mun hætta sem þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik að tímabilinu loknu og við tekur aðstoðarþjálfari liðsins, Kristinn Björgúlfsson. Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, staðfesti þetta í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2.

Vegna breyt­inga í efna­hags­líf­inu hef­ur ÍR neyðst til að draga sam­an all­an kostnað og end­ur­skipu­leggja og koma jafn­vægi á rekst­ur deild­ar­inn­ar. Þrír leikmenn eru að fórum frá félaginu eftir tímabilið, Bergvin Þór Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Þránd Gíslason Roth. Þá mun Bjarni hætta störfum líka en hann skrifað undir tveggja ára samning við ÍR fyrr á árinu.

Bjarni hefur stýrt ÍR frá árinu 2014 en hann lék lengi vel með liðinu sem leikmaður og varð bikarmeistari 2005. ÍR er í 6. sæti Íslandsmótsins sem stendur með 24 stig að tveimur umferðum óloknum en óvist er með framhald mótsins vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Kristinn Björgúlfsson
Kristinn Björgúlfsson Ljósmynd/ÍR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert