Leikmaður ÍBV með veiruna

Kári Kristján Kristjánsson reynir að troða sér milli tveggja leikmanna …
Kári Kristján Kristjánsson reynir að troða sér milli tveggja leikmanna Hauka. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Kári Kristján Kristjánsson, handknattleiksmaður bikarmeistara ÍBV og íslenska landsliðsins, er með kórónuveiruna en hann greindi frá því sjálfur í þættinum Sportið í dag á Stöð 2.

Kári segist hafa fengið það staðfest í gær að hann væri smitaður og væri því nú á leiðinni í tveggja vikna einangrun. Hann segist ekki vita til þess að aðrir leikmenn ÍBV séu með veiruna og telur ólíklegt að hann hafi smitast af liðsfélaga.

Kári varð bikarmeistari með ÍBV þann 7. mars eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni en skömmu síðar var öllum leikjum aflýst ótímabundið vegna útbreiðslu veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert