Alltaf hægt að æfa í litlu rými

Hafdís Renöturdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands.
Hafdís Renöturdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Hafdís Renötudóttir, landsliðkona í handknattleik og markmaður Fram í úrvalsdeild kvenna, æfir nú heima vegna samkomubannsins sem nú er í gildi á Íslandi vegna kórónuveirufaraldsins sem herjar á heimsbyggðina.

Hafdís býr í 39 fermetra íbúð en það stoppar þó ekki markmanninn í að sinna sínum daglegu æfingum á heimili sínu. Í gær fór HSÍ af stað með átakið #Æfumheima fyrir iðkendur í handbolta sem og öðrum íþróttagreinum.

Markmiðið með átakinu er að hvetja fólk til þess að hreyfa sig og stunda heilsusamlegt líferni á meðan samkomubannið er í gildi á Íslandi en daglegu munu birtast æfingar og heilræði frá landsliðsfólki Íslands á samfélagsmiðlum HSÍ.

Á meðan á verkefninu stendur skorum við á foreldra og almenning að birta sýnar æfingar á samfélagsmiðlum og merkja þær #æfumheima og munum við í næstu viku velja einn heppinn sem fær landsliðstreyju og handbolta að gjöf,“ segir meðal annars í tilkynningu frá HSÍ.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert