Eigum eftir að vinna úr þessari stöðu

Aron Kristjánsson hefur átt góðu gengi að fagna sem þjálfari …
Aron Kristjánsson hefur átt góðu gengi að fagna sem þjálfari karlalandsliðs Barein en liðið er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó. mbl.is/Golli

Handknattleiksþjálfarinn Aron Kristjánsson segir algera óvissu ríkja að svo stöddu um framhaldið hjá sér varðandi mögulega þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Aron er landsliðsþjálfari karla hjá Asíuríkinu Barein. Síðasta haust vann liðið sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum undir stjórn Arons í fyrsta skipti í sögunni.

Var samningur Arons framlengdur fram yfir leikana en þeim hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Fara þeir fram á næsta ári en dagsetning liggur ekki fyrir.Aron er í svolítið sérkennilegri stöðu því í millitíðinni samþykkti hann að taka aftur við stjórn karlaliðs Hauka í sumar.

„Þetta er allt í óvissu eins og staðan er núna,“ segir Aron í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert