ÍR-ingar selja leikmann til Stjörnunnar

Hafþór Vignisson í leik með ÍR í vetur.
Hafþór Vignisson í leik með ÍR í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksdeild ÍR hefur selt Hafþór Vignisson, leikmann úrvalsdeildarliðs félagsins, til Stjörnunnar. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson formaður deildarinnar í þættinum Sportið á Stöð2 sport í dag.

Hafþór, sem er örvhent skytta, hefur verið algjör lykilmaður hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 103 mörk og gefið 77 stoðsendingar fyrir ÍR-inga í úrvalsdeildinni á yfirstandandi keppnistímabili en hann kom til félagsins frá Akureyri síðasta sumar.

Þar með eru fjórir leikmenn á förum frá ÍR en þeir Bergvin Þór Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Þrándur Gíslason Roth fara til Aftureldingar í sumar. Eins og fram hefur komið eru ÍR-ingar í miklum fjárhagsvandræðum og hafa þurft að draga verulega úr öllum kostnaði við rekstur deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert